*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Fólk 4. september 2016 18:02

Pólitíkin sérstakt áhugamál

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er nýráðin framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í Sjávarútvegi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heiðrún Lind Marteinsdóttir héraðsdómslögmaður tekur við sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á næstu vikum. Hefur hún löngum tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu samhliða störfum sínum fyrir Lex lögmannstofu.

„Ég er búinn að vera starfandi á Lex í 10 ár, fyrst sem fulltrúi, síðan sem meðeigandi. Ég hef auðvitað haft mikinn áhuga á málefnum eignarréttar og síðan er pólitíkin sérstakt áhugamál. Ég hef áhuga á því þjóðfélagi sem við viljum búa okkur. Ég held að þetta starf tvinni því saman þetta tvennt, þekkingu mína á lögfræði annars vegar og áhuga minn á stjórnmálum hins vegar,“ segir Heiðrún Lind.

„Þetta er spennandi verkefni og mikil áskorun, það er auðvitað þannig að við búum við fiskveiðistjórnunarkerfi sem eftir er tekið um allan heim. Við getum verið stolt af því að okkur hefur tekist að tvinna saman arðsemi, sjálfbærni og umhverfissjónarmið. En það er áhyggjuefni þegar svona vel hefur tekist til með verndun fiskistofnanna, að þessi atvinnuvegur þurfi í raun að berjast lífróðri fyrir tilveru sinni á fjögurra ára fresti og jafnvel skemur, vegna afskipta stjórnmálanna.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim