Enn skal haldið áfram að gramsa í fréttum liðins árs með fulltingi fjölmiðlavaktar Creditinfo.

Að þessu sinni er athugað hversu oft ráðherrar og helsta forystufólk í stjórnmálum kom við sögu í fréttum ársins 2015, en eins og vanalega er um fátt fólk meira og jafnar fjallað í íslenskum fjölmiðlum.

Ekki kemur á óvart að þar eru forystumenn ríkisstjórnarinnar eins og tveir turnar, það má heita vaninn, líkt og um árið þegar þau Jóhanna og Steingrímur voru í sömu sætum hér fyrr á árum.

Eins og fyrri ár er athyglisvert hvað stjórnarandstaðan á erfitt uppdráttar við hlið stjórnarherranna. Þar er þó ekki endilega við fjölmiðla að sakast, kannski stjórnarandstaðan þurfi að skipuleggja sig betur.