*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 21. október 2016 08:07

Pólverjar og Austurríkismenn ánægðastir

Ferðamenn eru almennt ánægðir með heimsókn sína til Íslands. Hins vegar eru það Pólverjar og Austurríkismenn sem eru hvað ánægðastir.

Ritstjórn
Ferðamenn við Dynjanda.
Haraldur Guðjónsson

Ferðamannapúls Gallup hækkar milli mánaða en erlendir ferðamenn gefa einkunnina 84,9 stig af 100 mögulegum í september, samanborið við 83,6 stig í ágúst. Það sem af er af ári, náði Púlsinn hæstum hæðum í maí, þegar hann mældist 86,4 stig af 100 mögulegum. Þetta kemur fram í frétt á vef Gallup.

Pólverjar og Austurríkismenn ánægðastir

Ferðamenn frá Póllandi og Austurríki voru hvað ánægðastir með heimsóknina til Íslands með einkunnina 89 stig. Hins vegar eru það Japanir sem eru síst ánægðir með liðlega 79 stig. Konur gefa Íslandsheimsókninni hærri einkunn en karlar.

Líklegir að mæla með Íslandi

Ef Ferðamannapúls Gallup er brotinn í undirþætti, þá hækka þeir á milli mánaða. Sá sem hækkaði mest lýtur að því hvort að ferðin hafi verið þess virði sem hækkar úr 77,6 stigum í ágúst upp í 80,5 stig í september.

Hins vegar er sá undirþáttur sem þátttakendur meta hæst er hvort að gestir séu líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað -- en sá þáttur hefur ekki farið undir 90 stig síðan mælingar hófust í febrúar. Í september var einkunnin 91,6 af 100 og Ungverjar eru líklegastir til að mæla með Íslandi sem áfangastað.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim