*

fimmtudagur, 24. janúar 2019
Innlent 20. júní 2018 09:41

Pósturinn lokar fyrr vegna landsleiks

Afgreiðslur og þjónustuver Póstsins loka klukkan 14:30 vegna landsleiksins næstkomandi föstudag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Pósturinn hefur rétt eins og mörg önnur íslensk fyrirtæki ákveðið að loka fyrr vegna landsleiks Íslands og Nígeríu á HM, sem fer fram næsta föstudag kl. 15:00. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Póstinum.

Í tilefni af landsleik Íslands og Nígeríu verður öllum afgreiðslustöðum og þjónustuveri Póstsins lokað klukkan 14:30 föstudaginn 22. júní.

Þá verður gert tímabundið hlé á annarri vinnslu og útkeyrslu frá 14:30 til 17:30.

Stikkorð: Pósturinn HM