*

mánudagur, 20. maí 2019
Erlent 22. apríl 2019 14:00

Börn Povlsen meðal látinna

Þrjú börn danska milljarðamæringsins Andres Holch Povlsen létust í sprengiárás í Sri Lanka.

Ritstjórn
Andres Holch Povlsen er eigandi Bestseller fataverslunarkeðjunnar og ríkasti maður Danmörku.
Aðsend mynd

Þrjú börn danska milljarðamæringsins Andres Holch Povlsen létust í sprengiárás í Sri Lanka á páskadag. BBC greinir frá þessu en upplýsingar um árásina eru takmarkaðar og ekki hefur verið greint frá nöfnum hinna látnu.

Tala látinna er samkvæmt nýjustu fréttum 290 en sprengiárásir voru gerðar í nokkrum kirkjum og lúxsushótelum á Páskasunnudag. Flestir hinna látnu eru kristnir íbúar Sri Lanka sem voru við páskadagsmessu. Talið er að 36 erlendir ríkisborgar hafi látið lífið. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjunum en 24 hafa verið handteknir vegna málsins.

Sjá einnig: Ríkasti Daninn er hlédrægur tískumógúll

Povlsen er eigandi alþjóðlegu fataverslunarkeðjunnar Bestseller og stærsti hluthafi fatavörurisans Asos. Hann er jafnframt stærsti landeigandi Bretlands.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim