Primera Air hefur sent frá sér til kynningu í kjölfar seinkunnar á flugi sem átti sér stað í gær.
„Primera Air harmar þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina, en bilun í flugvél á föstudag leiddi til keðjuverkandi áhrifa á laugardag og sunnudag sem vonast er til að leysist í dag," segir í tilkynningunni.
Það var á föstudag sem smávægileg bilun kom upp í flugvél Primera Air í Búlgaríu og tókst ekki að gera við hana í tæka tíð til að hún kæmist á áætlun. Til að auka enn á vandræðin voru verulegar tafir, sem standa ennþá yfir, hjá flugumferðarstjórn almennt í Suður-Evrópu um helgina vegna anna og mikils umferðarþunga frá mörgum áfangastöðum s.s. Palma og Alicante.
Þar sem nú er háannatími fyrir ferðalög á Norðurhveli jarðar leiddi fyrrnefnd bilun til þess að seinkun varð á flugi til og frá Keflavík bæði til Palma og Alicante. Ástæður eru aðallega hin langa og ófyrirséða seinkun sem gerði það að verkum að áhafnir gátu ekki haldið áfram vinnu vegna þess að lögskipuðum vaktatíma var lokið og mikið álag á flugumferðarstjórn véla til og frá Spáni bætti gráu ofan á svart og olli enn frekari óviðráðanlegum töfum.
Primera Air biðst velvirðingar á þessum töfum og gerir ráðfyrir að þær verði komnar í lag þann 3. júlí næstkomandi.