*

mánudagur, 19. nóvember 2018
Innlent 11. apríl 2018 17:24

Primera bætir við flugleiðum

Primera Air flýgur nú beint flug frá London til Alicante og Malaga allt árið um kring.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Primera Air hefur nú hafið beint flug frá London Stansted til Alicante og Malaga, allt árið um kring að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Notaðar eru Boeing 737-800 vélar félagsins. Fyrstu flugin voru á mánudaginn 9.april og seldust þær ferðir upp, en flogið verður daglega á hvorn áfangastað. Eftir mánuð hefur Primera Air einnig bein flug frá Birmingham til Malaga og Mallorka, og eftir viku fyrstu flug beint til New York. 

Primera Air mun einnig opna nýja vetrarleið frá Birmingham til Alicante, Tenerife, Las Palmas og Reykjavíkur. 

„Það er okkur ánægja að Reykjavík skuli vera fyrsti áfangastaður okkur í N-Evrópu í styttri flugferðum frá Bretlandi. Það hefur einnig táknræna merkingu fyrir flugfélag sem á rætur sínar að rekja til Íslands,“ er haft eftir Andra Má Ingólfssyni, forstjóra og eiganda Primera Air.

Primera Air áformar innan næstu tveggja ára að styrkja stöðu sína á núverandi áfangastöðum og bæta við bæði nýjum flugferðum yfir Atlantshafið og nýjum áfangastöðum í N-Ameríku þar sem flugfélagið er með 20 nýjar Boeing MAX9-ER í pöntun að því er kemur fram í tilkynningunni.