Gengi Sterlingspundsins gegn íslensku krónunni er nú 165 krónur á hvert pund. Gengið hefur þá lækkað um 14% frá áramótum og 20% á einu ári. Pundið hefur veikst allverulega eftir að niðurstaða fékkst í þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um hvort þjóðin ætti að halda áfram að vera í Evrópusambandinu.

Þá er gengi pundsins gegn Bandaríkjadal það lægsta sem sést hefur í hátt í þrjátíu og fimm ár, eða 1,32 Bandaríkjadalir á hvert Sterlingspund. Greiningaraðilar víða um heim telja að gengi pundsins gæti lækkað enn meira og sumir spá því að það gæti orðið 1,20 Bandaríkjadalir á hvert pund.

Greiningarfólk hjá bönkum á borð við Bank of America, Barclays og Credit Suisse eru sammála um það að líklegt sé að breska efnahagskerfið gæti verið að ganga inn í kreppu. Bank of America hafa uppfært hagvaxtarspá sína frá því að vera 2,3% fyrir árið 2016 upp í 0,2%.