Breska pundið er líkist meira nýmörkuðum en mörkuðum þróaðra ríkja um þessar mundir en gjaldmiðillinn hefur sveiflast um 9% gagnvart gengi dollarsins á undanförnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram á vef Bloomberg en pundið hefur sveiflast mikið í verði frá því breska þjóðin kaus að yfirgefa Evrópusambandið og meira heldur en gjaldmiðlar annaðra þróaðra markaða samkvæmt gögnum Bloomberg.

„Það er verslað með stóra breska pundið eins og gjaldmiðil nýmarkaðsríkis,“ er haft eftir Jim Leaviss, forstöðumanni fastvaxtaviðskipta hjá Prudential fjárfestingum. Aðrir miðlar á borð við evru, Kanadadollar og svissneska franka hafa ekki flökkt jafnmikið pundið eða um 7,5%, 7,4% og 7,1%.

Á myndinni hér að neðan má sjá flökkt pundsins samanborið við aðra gjaldmiðla.

Flökkt valdra gjaldmiðla.
Flökkt valdra gjaldmiðla.
© Skjáskot (Skjáskot)