*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 9. júní 2017 17:32

Pundið lækkar, hlutabréf hækka

Úrslit bresku þingkosninganna hafa haft töluverð áhrif á markaði.

Ritstjórn
epa

Frá því að útgönguspár birtust um kl 21 í gærkvöldi hefur gengi breska pundsins fallið um 1,71%. Markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði virtust hafa búist við öruggum sigri Theresu May forsætisráðherra. Bentu útgönguspár til þess að þingmeirihluti Íhaldsflokksins myndi falla og að samsteypustjórn yrði mynduð í landinu í annað sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar. 

Útgönguspáin reyndist sannspá og misstu íhaldsmenn 12 þingmenn sem varð til þess að meirihlutinn var fallinn.

Þrátt fyrir að pundið hafi fallið hækkaði FTSE vísitala kauphallarinnar í London um 1% í dag. Munaði þar mest um fyrirtæki sem hafa tekjur sínar í erlendri mynt. Fyrirtæki sem hafa tekjur sínar í pundum lækkuðu hins vegar. Voru það byggingar- og smásölufyrirtæki sem lækkuðu helst. Lækkaði gengi hlutabréfa fatarisans Next um 1,75% og Marks and Spencer um 1,8%.

Í frétt BBC segir greinigaraðilinn Nicholas Hyett að afleiðingarnar veikingar pundsins séu augljósar. Kaupmáttur breta minnki sem leiðri til þess það degur úr stærri kaupum til einkaneyslu. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim