Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hældi frammistöðu Donald Trump, Bandaríkjaforseta í árlegu ávarpi sínu til þjóðarinnar. Pútín sagði jafnframt að Washington væri með þráhyggju um ásakana um að Rússar hefðu haft áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum að því er kemur fram í The Wall Street Journal .

Pútín sagði að rannsóknin um möguleg áhrif Rússa á kosningarnar hefði verið búin til af fólkinu sem er í stjórnarandstöðu gegn Trump til þess að gera lítið úr verkum hans.

Rannsóknin hefur haft töluverð áhrif á störf ríkisstjórnarinnar en henni er stýrt af Robert Mueller, sérstökum saksóknara. Fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Mike Flynn, hefur meðal annars viðurkennt að hafa villt um fyrir Alríkislögreglunni (FBI) um tengsl hans við Sergey Kislyak, fyrrum sendiherra Rússa í Bandaríkjunum en Flynn aðstoðar nú við rannsókn málsins.

Trump hefur áður kallað rannsóknina nornaveiðar og rússnesk stjórnvöld hafa ávallt neitað að hafa haft nokkur áhrif á kosningarnar.