Skýrsla rannsóknarnefndar í Bretlandi bendir til þess að Vladimir Pútín hafi líklega samþykkt morðið á fyrrverandi njósnaranum Alexander Litvinenko.

Litvinenko hafði verið njósnari innnan Rússnesku leyniþjónustunnar FSB (sem tók við af KGB) áður en hann flúði til Bretlands. Eftir komuna ti Bretlands var eitrað fyrir Litvinenko með geislavirka efninu polonium 210.

Formaður nefndarinnar, Sir Robert Owen, sagði líklegt að Pútin hefði samþykkt morðið á Litvinenko vegna langvarandi deilna við njósnarann. Litvinenko hafði kallað eftir því að Bretland myndi vinna í því að reka rússneska njósnara úr landinu, setja efnahagsþvinganir á Rússland og setja ferðabönn á tiltekna einstaklinga, þ. á m. Pútín.

Tveir rússneskir menn, Andrei Lugovoi og Dmitry Kovtun hafa verið sakaðir um morðið, en þeir neita báðir sök. Sir Robert Owen sagði líklegt að þeir hefðu starfað samkvæmt fyrirmælum frá FSB.