Rússland, stærsti orkuútflutningsríki heimsins, íhugar nú að draga úr eða að halda olíuframleiðslu óbreyttri. Þetta sagði Vladimír Pútín forseti Rússlands nýverið. Fréttastofa Bloomberg fjallar ítarlegar um málið.

„Rússland er reiðubúið til þess að taka þátt í sameiginlegum aðgerðum um að draga úr olíuframleiðslu og hvetur aðra olíuframleiðendur að gera slíkt hið sama,“ sagði Pútín í ræðu á orkuþingi í Istanbúl í dag. Hann telur það hið rétta í stöðunni til að koma á stöðugleika á olíumarkaði.

Funda í Istanbúl

Ráðamenn olíuframleiðsluríkja funda nú í Tyrklandi til að skoða hvað er til ráða til að koma í veg fyrir offramleiðslu á olíu. Brent olía kostar nú um 52 dollara á fatið, sem er helmingi lægra verð en á sama tíma í fyrra.

OPEC ákvað í seinasta mánuði að minnka framleiðslu til þess að ýta undir olíuverð. Sérfræðingar telja þó líklegt að það myndi henta Rússum betur að frysta olíuframleiðslu sína, í stað þess að minnka hana.