Nasdaq OMX á Íslandi, sem í daglegu tali er þekkt sem kauphöllin, hefur samþykkt að ráðgjafafyrirtækið PriceWaterhouseCopper verði viðurkenndur ráðgjafi (Certified Advisor) fyrirtæklja á First North markaðnum. Í kauphallartilkynningu segir að hlutverk viðurkennds ráðgjafa sé að „vera félagi til ráðgjafar og aðstoðar þegar skráningarferlið stendur yfir og vera ráðgjafi og milliliður í samskiptum við markaðinn meðan bréf félags eru til viðskipta á markaðnum.“

Þar segir jafnframt að CA-fyrirkomulagið sé hannað til að byggja traustan markað enda er það á ábyrgð CA að fylgjast með því að félög uppfylli ávallt þær aðgangskröfur og upplýsingaskyldur sem gilda á First North. 

Það er ekki öllum gefið að verða viðurkenndur ráðgjafi enda þarf að uppfylla til þess viss skilyrði, þ.m.t. að:
- vera lögaðili
- hafa nægilega marga starfsmenn
- tryggja að starfsmenn CA séu hæfir og búi yfir nægilegri reynslu í fjármálaþjónustu við fyrirtæki
- setja innri reglur um viðskipti með hluti í félögum sem fyrirtækið starfar fyrir sem CA
- hafa verklag og vinnureglur um skráningu og vistun upplýsinga