*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 22. október 2017 15:04

Pylsuvagn velti 172 milljónum

Hagnaður Pylsuvagnsins á Selfossi ríflega tvöfaldaðist á síðasta ári en veltan jókst um 22 milljónir.

Ritstjórn

Pylsuvagninn á Selfossi hagnaðist um tæpar 20 millj­ónir á síðasta ári. Hagnaðurinn ríflega tvöfaldaðist frá fyrra ári, en þá var hann tæpar 9 milljónir. Velta fyrirtækisins var 172 milljónir í fyrra en 150 milljónir árið áður og voru ársverk á síðasta ári 11.

Rekstrargjöld fyrirtækisins jukust um 9 milljónir milli ára og voru 144,3 milljónir á árinu 2016. Þar af voru laun og launatengd gjöld 64 milljónir og vörunotkun 71 milljón.

Eigið fé fyrirtækisins jókst milli ára og var í lok 2016 22,4 milljónir en var 16,6 milljónir árið áður. Handbært fé fyrirtækisins jókst um níu milljónir milli ára og var 19,7 milljónir í lok síðasta árs en árið áður dróst handbært fé saman um 1,5 milljónir.

Fastafjármunir fyrirtækisins eru 10,5 milljónir og liggja að mestu í pylsuvagni félagsins, sem samkvæmt ársreikningi er rúmlega 9 milljóna króna virði.

Stikkorð: Selfoss velta hagnaður Pylsuvagn