Hópur vísindamanna víða um heim hefur stofnað vefsíðu (www.cfooduw.org)  þar sem margs konar rugl og bull um fiskveiðar í fjðlmiðlum er hrakið. Í ritstjórn vefsins eru vísindamenn frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Suður-Afríku, Malasíu, Bretlandi, Argentínu, Ástraliu og Japan.

Á vefnum segir að þetta framtak sé sprottið vegna þess að aðstandendum hans hafi ofboðið villandi og rangar fréttir í fjölmiðlum um fiskveiðar og nýtingu fiskistofna.

Samtök útvegsmanna í Bretlandi (NFFO) fagna þessu framtaki og segja vísindamennina standa sig frábærlega í því að vísa á bug ýkjufrásögnum, rangfærslum og geðþóttavali á staðreyndum, sem sumir háskólamenn, óopinber samtök og  umhverfisblaðamenn láti frá sér fara þegar fjallað sé um fiskveiðar.

Vefinn má finna HÉR .