Æ fleiri nota félagsmiðla á borð við Facebook og Twitter sem fréttalindir, en bæði er að þar er misjafn sauður í mörgu fé og hinir eiginlegu fjölmiðlar hafa ekki mikið upp úr krafsinu, sem ekki stuðlar að betri fjölmiðlun.

Sjá má af nýlegri könnun Pew Research í Bandaríkjunum, að fjöldi þeirra, sem nota félagsmiðla til þess arna að einhverju ráði, er býsna stöðugur. Það hlýtur að vekja vonir hjá hefðbundnum fjölmiðlum.

Hitt er þó ekki síður athyglisvert hversu varlega fólk treystir fréttum á félagsmiðlum, en 57% fólks vestra telja þær að miklu leyti óáreiðanlegar.