*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 1. september 2016 11:23

Ráðherra gerir engar breytingar

Umhverfisráðherra leggur fram tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu sem er samhljóða lokaskýrslu um rammaáætlun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur að höfðu samráði við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ákveðið að leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Tillagan er samhljóða niðurstöðum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar, sem skilaði ráðherra lokaskýrslu sinni síðastliðinn föstudag.

„Það er góður áfangi að geta lagt fram þingsályktun um rammann á næstu dögum og ég er ánægð að allar tímasetningar stóðust hjá verkefnisstjórninni. Þá tel ég mikils virði að Alþingi fái niðurstöðunnar til efnislegrar meðferðar sem fyrst,“ er haft eftir Sigrúnu í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

Í lokaskýrslu verkefnisstjórnar að 3. áfanga rammaáætlunar er lagt til að átta nýir virkjunarkostir bætist í orkunýtingarflokk, tíu virkjunarkostir fari í verndarflokk og tíu í biðflokk.

Í Viðskiptablaðinu í dag er ítarlega fjallað um rammaáætlun og þar kemur meðal annars fram að í skýrslunni var þjóðhagsleg hagkvæmni virkjunarkosta ekki metin þar sem forsendur til að gera það lágu ekki fyrir.

Stikkorð: rammaáætlun orka virkjanir
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim