Nöfn þriggja íslenskra ráðherra og fleira áhrifafólks í íslenskum stjórnmálum eru á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins .

Þar segir að ítarleg umfjöllun byggð á gögnum um aflandsfélögin verði á dagskrá Sjónvarpsins á næstu dögum. Verði þar greint frá áður óbirtum upplýsingum um eignarhald íslenskra stjórnmálamanna á fyrirtækjum í skattaskjólum.

Í frétt RÚV segir að upplýsingarnar og gögn um starfsemi aflandsfélaganna spanni 25 ára tímabil.