Bankarnir ráðleggja nú íslenskum ferðamönnum að not­ast ekki við þann val­kost að greiða í eig­in gjald­miðli fyr­ir vör­ur, þjón­ustu og við út­tekt í hraðbönk­um. Þetta kemur fram á mbl.is í dag.

Kostirnir við fyrirkomulagið er að neytendur þurfa ekki reikna út hver upp­hæðin er í ís­lensk­um krón­um þar sem hún birtist á posanum rétt áður en kortinu er rennt í gegn. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir hinsvegar að eng­ar regl­ur gildi um þókn­un­ar­gjöld milliliða sem færslu­hirðar, t.d. rekstr­araðli hraðbanka eða versl­un, taki fyr­ir þjón­ust­una. Þannig er tekið dæmi á vef Lands­bank­ans af Íslend­ingi sem yf­ir­sást að gengið á evru var um tvö­falt hærra en op­in­ber geng­is­skrán­ing seg­ir til um. Eft­ir að hann hafði slegið inn pinnið var of seint að hætta við.

Viðskipti af þessu tagi kallast DCC og hefur færst mikið í auk­ana að fólki sem er á ferð er­lend­is standi slík þjónusta til boða.