Samtökin European Students for Liberty, sem útleggja mætti sem evrópsk stúdentasamtök fyrir frelsi, og Rannsóknarmiðstöð um nýsköpun og hagvöxt, efna í dag til dagslangrar ráðstefnu á Grand hóteli í dag.

Yfirskrift ráðstefnunnar , sem fram fer á ensku, er Liberal Solutions to Global Problems, sem þýða mætti sem frjálslyndar lausnir við alheimsvandamálum. Ráðstefnan hófst núna klukkan 11:30 og stendur fram eftir degi og lýkur með ræðu Guðlaugar Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem á að hefjast klukkan 18:00.

Meðal ræðumanna má nefna hjónin Terry og Matt B. Kibbe, en sá síðarnefndi er hagfræðingur og metsöluhöfundur sem starfað hefur fyrir kosningasjóði Rand Paul, og fleiri samtök sem styðja frelsi og frjálshuga skoðanir.

Hann er þekktur álitsgjafi í bandarísku samfélagi, og hefur m.a. komið fram á Fox News, HBO´s Real Time with Bill Maher, CNN, MSNBC, PBS, The Blaze TV og CSpan.

Áður starfaði hann m.a. sem starfsmannastjóri hjá bandarískum þingmanni og aðalhagfræðingur í ráðgjafanefnd Repúblikanaflokksins, en sagði sig úr henni á sínum tíma þegar Bush forseti eldri sveik loforð um að hækka ekki skatta.

Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar, á ensku:

OFFICIAL SCHEDULE AND SPEAKERS TOPICS

—————————————————————————

(11:00 – 11:30)⠀Registration

(11:30 – 11:40)⠀Opening words

—————————————————————————

(11:40 – 12:20)⠀James Lark III:
Economic Fallacies: Discussion of Some Common Fallacies and Misconceptions about Economics

(12:20 – 12:35) Kyle Walker:
Ideas and People: How SFL is Changing the World

—————————————————————————

(12:35 – 13:15)⠀Lunch

—————————————————————————

(13:15 – 13:35)⠀Gil Dagan:
How free trade can help the Middle East

(13:35 – 14:35)⠀Matt B. Kibbe & Terry Kibbe:
Reaching skeptics with liberalism

—————————————————————————

(14:35 – 15:00)⠀Break

—————————————————————————

(15:00 – 15:15)⠀Kai Weiss:
Tax Competition: A Practical Way to a Low-Tax World

(15:15 – 15:30)⠀Bill Wirtz:
The European Case Against the European Union

(15:30 – 15:45)⠀Grace Morgan:
IGO Watch: Global Taxpayers at Risk

—————————————————————————

(15:45 – 16:20)⠀Break

—————————————————————————

(16:20 – 16:40)⠀Vera Kichanova:
Fighting the Russian Leviathan: Libertarians against Putin

(16:40 – 17:40)⠀Antony Davies:
Cooperation, Coercion, and Human Development

(17:40 - 18:00)⠀Guðlaugur Þór Þórðarson, Minister of Foreign Affairs: Closing speech