Óánægja með Benedikt Jóhannesson formanns Viðreisnar hefur magnast innan flokksins undanfarna daga samhliða enn frekari lækkunum á fylgi hans samkvæmt skoðanakönnunum. Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um í tveim mismunandi skoðanakönnunum sem birtust í dag lítur ekki út fyrir að flokkurinn nái inn manni á þing, en í dag hefur hann sjö þingmenn.

Nú er þingflokkurinn saman komin á skrifstofu Viðreisnar í Ármúla og rætt er um stöðu formannsins að því er RÚV greinir frá. Fyrr í vikunni baðst Benedikt afsökunar á ummælum þess efnis að fáir myndu nokkuð eftir því hver hefði verið ástæða stjórnarslitanna.

„Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna,“ sagði Benedikt í viðtalsþætti í sjónvarpinu en eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá hafði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra þegar sett af stað vinnu við að endurskoða lögin um uppreist æru áður en stjórninni var slitið.

„Þetta mál, sem þótti svo stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er,“ sagði Benedikt viðtalinu en í færslu á facebook vegg sínum sagðist Bjarni hafa notað klaufaleg ummæli. „Það er fjarri mér að gera lítið úr þeim sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandenda verða fyrir.“