Á fundi sínum í morgun, ræddi ríkisstjórnin um aukafjárveitingu vegna kaupa á skattagögnum sem skattrannsóknarstjóra bauðst að kaupa. En í gögnunum er fjallað um félög sem stofnuð voru í skattaskjólum. Þessu greinir RÚV frá.  Um er að ræða aukafjárveitingu upp á 37 milljónir króna, sem verður hluti af fjáraukalögum fyrir árið í ár.

Í síðasta mánuði var embætti skattrannsóknarstjóri komið með skattagögn úr þremur áttum, sem öll bentu til skattaundanskota íslendinga erlendis, þar á meðal í Lúxemborg. Áður hefur komið fram að sá sem hefur gögnin undir höndum hefur viljað fá150 milljónir króna fyrir gögnin, 400 þúsund krónur fyrir hvert mál, en eins og áður segir nemur aukafjárveitingin sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundinum 37 milljónum króna.

Starfsmenn skattrannsóknastjóra fóru yfir sýnishorn af þeim gögnum sem þeim býðst að kaupa, til að meta hvort þau kæmu að gagni við að koma upp um undanskot. En að mörgu er að huga í þessum málum, meðal annars því að umfang skattagagnanna væri mun meira en sem næmi árlegri starfsemi embættisins.