Stafræni gjaldmiðillinn Bitcoin hefur verið á mikilli uppleið í ár. Í gær lækkaði gengi rafmyntarinnar þó verulega. Lækkunin kemur í kjölfar frétta frá Bitfinex kauphöllinni í Hong-Kong, en líklegt er að tölvuþrjótar hafi náð að ræna Bitcoins að andvirði 65 milljón Bandaríkjadala. Um er að ræða allt að 119.754 Bitcoins.

Hver Bitcoin fæst nú fyrir 540 dali, en gengið hefur farið upp í allt að 766 dali á þessu ári. Um er að ræða einn stærsta stuld á Bitcoins, frá því að Mt.Gox kauphöllin var rænd árið 2014. Þá var rænt allt að 744.408 Bitcoins.