Vefritið CentralBanking.com hefur birt viðtal við Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Í viðtalinu ræðir hann um það sem tekur við í peningamálastjórn Íslands þegar höftum verður aflétt auk þess sem hann útskýrir hvernig staðið verður að fyrstu stigum afléttingar.

Í viðtalinu segir hann að áætlanir séu uppi um upptöku „verðbólgumarkmiðs plús plús“ sem er hefðbundið verðbólgumarkmið að viðbættum þjóðhagsvarúðartækjum og einhvers konar höftum á gjaldeyrisflæði.

Enn er verið að fara yfir formsatriði þess en í viðtalinu segist Már vera vongóður um að sátt ríki um slíka peningamálastjórn á meðal ráðamanna þjóðarinnar og á meðal fræðimanna.

Viðtalið má lesa í heild sinni á vef CentralBanking.com.