*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 22. apríl 2018 13:02

Rafmagnið milljörðum dýrara

Norðurál greiddi 1,9 milljörðum króna meira fyrir raforku í fyrra vegna hækkunar álverðs.

Ingvar Haraldsson
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls.
Haraldur Guðjónsson

Norðurál greiddi 19 milljónum dollara, um 1,9 milljörðum króna, hærra verð fyrir rafmagn árið 2017 en 2016. Þetta kemur fram í ársreikningi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls fyrir árið 2017.

Raforkuverð sem Norðurál greiðir er tengt álverði en meðalhækkun álverðs nam 23% á síðasta ári. Miðað við upplýsingar í ársreikningnum má áætla að um 15% af tekjum fyrirtækisins fari í að greiða fyrir rafmagn.

Álver Norðuráls á Grundartanga er með raforkusamninga við Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og HS Orku. Um þriðjungur raforkunnar kemur frá Landsvirkjun en tveir þriðju frá OR og  HS  Orku samkvæmt upplýsingum í ársreikningi Norð- uráls en ekki kemur fram hvernig raforkan skiptist á milli þeirra.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins kaupir Norðurál nálægt helming raforkunnar frá OR en afganginn frá HS Orku. Í ársreikningi OR kemur fram að tekjur fyrirtækisins vegna eins viðskiptavinar hafi veruleg áhrif á afkomu félagsins og næmu 13% af heildartekjum. Þar er um að ræða Norðurál. Tekjur Orkuveitunnar vegna Norðuráls námu 5,7 milljörðum króna oghækkuðu um 6,7% milli ára.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.