Genesis Mining Iceland ehf., sem heldur utan um rekstur rafmyntanámu Genesis Mining hér á landi, hagnaðist um 581,3 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 25 milljóna króna tap árið áður. Rafmyntanáman er á Fitjum í Reykjanesbæ. Rekstrartekjur félagsins námu 440 milljónum króna og rekstrargjöld námu 502 milljónum króna.

Söluhagnaður eigna nam 908 milljónum króna en eignir félagsins voru seldar til félagsins HIVE Technologies sem skráð er á markað í kauphöllinni í Kanada, en Genesis varð jafnframt stærsti hluthafi HIVE.

Eignir rafmyntanámunnar námu 6,3 milljörðum króna um síðustu áramót og eigið fé félagsins var 2,8 milljarðar króna. Skuldir félagsins námu 3,5 milljörðum króna og laun og launatengd gjöld námu 5 milljónum króna á síðasta rekstrarári. Genesis Mining LTD., sem skráð er í kanadískri kauphöll, er eigandi félagsins.