Lyfjaver og Öldrunarheimili Akureyrar hafa skrifað undir samstarfssamning um þróunarverkefni sem snýr að þróun rafrænna lausna fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili. Tilgangurinn er að bæta lyfjaumsýslu og nýtingu mannafla og er verkefnið unnið í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Þulu – Norrænt hugvit, á Akureyri.

Á síðasta ári fékkst styrkur frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar um þróun hugbúnaðar til birgðahalds sem ofangreindir aðilar unnu að með góðum árangri og varð það kveikjan að samningnum.

Aðstandendur segja að verkefninu hafi miðað vel áfram og verður næsti áfangi innleiddur í tveimur skrefum núna í sumar. Að þeim áfanga loknum verður öll skráning á eftirritunarskyldum lyfjum á rafrænu formi sem er mikið framfaraskref frá því sem nú er. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á lyfjaver.is