Ragnar Birgisson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Emmessís og selt allan sinn hlut í félaginu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun. Þá er hann ekki lengur hluthafi í félaginu.

Frá starfslokum Ragnars hafi lykilstarfsmenn félagsins og stjórn þess stýrt daglegum rekstri og verði svo áfram þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn.

Ragnar hóf störf sem framkvæmdastjóri Emmessíss vorið 2015. Hann kom inn í hluthafahópinn rúmu ári síðar þegar hópur fjárfesta undir forystu Einars Arnar Jónssonar, sem er oftast kenndur við Nóatún, keypti ísgerðina af fagfjárfestingarsjóðnum AREV N1.

Samkvæmt ársreikningi Emmessíss fyrir árið 2016 átti Ragnar 14 prósenta hlut í félaginu.