*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Fólk 6. febrúar 2019 08:31

Ragnar Jónasson fer til Arion banka

Lögfræðingurinn og rithöfundurinn Ragnar Jónasson hættir hjá Gamma og fer til Arion banka.

Ritstjórn
Ragnar hefur gefið út fjölmargar spennuskáldsögur samhliða störfum sínum hjá fjármálafyrirtækjum.
Haraldur Guðjónsson

Ragnar Jónasson, lögfræðingur og rithöfundur, hefur verið ráðinn á fjárfestingabankasvið Arion banka, samkvæmt frétt Markaðarins í morgun.

Ragnar hefur frá árinu 2015 starfað sem yfirlögfræðingur sjóðstýringafyrirtækisins Gamma, en þar á undan var hann forstöðumaður skrifstofu slitastjórnar Kaupþings, og forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Nýja Kaupþings.

Ragnar kennir auk þess við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og hefur stundað ritstörf og þýðingar samhliða störfum sínum í fjármálakerfinu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim