Ragnar Jónasson, lögfræðingur og rithöfundur, hefur verið ráðinn á fjárfestingabankasvið Arion banka, samkvæmt frétt Markaðarins í morgun .

Ragnar hefur frá árinu 2015 starfað sem yfirlögfræðingur sjóðstýringafyrirtækisins Gamma, en þar á undan var hann forstöðumaður skrifstofu slitastjórnar Kaupþings, og forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Nýja Kaupþings.

Ragnar kennir auk þess við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og hefur stundað ritstörf og þýðingar samhliða störfum sínum í fjármálakerfinu.