*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 20. mars 2019 14:10

Ragnar Þór tekur yfir formennsku í LÍV

Landssamband Íslenskra verslunarmanna kaus formann VR til forystu í hádeginu í stað Guðbrands Einarssonar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Á fundi í hádeginu í dag var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna til viðbótar við formennsku sína í VR að því er RÚV greinir frá.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun sagði Guðbrandur Einarsson formaður landssambandsins af sér eftir sex ára formennsku og 21 ár hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja sem sameinast VR 1. apríl næstkomandi.

Kemur sú sameining til viðbótar við að fleiri Verslunarmannafélög hafa sameinast inn í VR. Landssambandið sem Ragnar Þór hefur nú tekið við formennsku í til viðbótar við formennsku sína í VR eru regnhlífarsamtök allra verslunarmannafélaga á Suðurlandi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim