Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið til liðs við bandarísku hugveituna Atlantic Council. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hugveitunni.

Ragnheiður Elín segir einnig frá þessu á Facebook síðu sinni og segir: „Ég er frekar ánægð með þetta og bara nokkuð stolt yfir að AC leitaði til mín um þetta samstarf, sem ég mun auðvitað leggja metnað minn í að sinna vel“.

Verkefni Ragnheiðar verða á sviði orkumála og í lýsingu á starfsemi hugveitunnar er tekið fram að Arctic Council leggi áherslu á að kynna sjálfbærar og ódýrar lausnir í orkumálum.

Ragnheiður Elín var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2007 til 2016 og iðnaðar- og viðskiptaráðherra á árunum 2013 til 2017.