Ragnheiður Þorleifsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar ehf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Hugsmiðjan er sem sérhæfir sig í þróun stafrænna lausna og markaðsetningu á vefnum. Hjá fyrirtækinu starfa 25 einstaklingar með þverfaglega þekkingu á vefmálum.

Ragnheiður er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.S. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Ragnheiður hefur starfað sem verkefnastjóri og ráðgjafi en hún hefur m.a. starfað í um átta ár á auglýsingamarkaði. Síðastliðið ár hefur hún verið viðskiptastjóri hjá Hugsmiðjunni.

Fyrstu verkefni Ragnheiðar í nýju starfi verða meðal annars að leiða stefnumótun fyrirtækisins, skerpa á framtíðarsýn og innleiða breytingar sem Hugsmiðjan mun ráðast í á næstu mánuðum.