Greiningardeild Landsbankans verðmetur Atorku á 1,2x bókfært virði félagsins og ráðleggur fjárfestum að halda bréfum í Atorku en undirvoga bréf félagsins. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá deildinni.


Frá lokum annars ársfjórðungs hefur erlent eignasafn Atorku lækkað um tæplega 0,7 milljarða samkvæmt þeirra útreikningum. Greiningardeild Landsbankans metur Atorku á 8,60 kr. á hlut og 12 mánaða markgengi 9,80 kr. á hlut.

Hagnaður Atorku, móðurfélags, nam 3,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Hagnaðurinn er nánast allur tilkominn vegna uppfærslu á virði Jarðborana á fjórðungnum en félagið var selt til Geysir Green Energy þann 1. ágúst síðastliðinn. Í kjölfar sölu Atorku á Jarðborunum telur greiningardeild Landsbankans að fjárfestingageta félagsins hafi aukist verulega. Gera hún ráð fyrir því að fjárfestingageta Atorku muni aukast enn frekar á næstu 18 mánuðum en fram hefur komið að félagið muni að öllum líkindum innleysa hagnað af 2-4 fjárfestingum á þessu tímabili.