*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 20. mars 2019 16:32

Rangt að verkföll nái til fleiri

SA segja fullyrðingar formanns Eflingar um að verkföll nái til félagsmanna í öðrum stéttarfélögum séu rangar.

Ritstjórn
Samtök atvinnulífsins eru til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Haraldur Guðjónsson

Samtök atvinnulífsins árétta að þau verkföll sem hafa verið boðuð á næstunni ná einungis til starfsmanna sem eru aðilar að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföllin og vísa samtökin til þess að Félagsdómur hafi ítrekað staðfest þá túlkun á vefsíðu sinni.

„Fullyrðing formanns Eflingar-stéttarfélags um að verkfall nái jafnframt til starfsmanna í öðrum stéttarfélögum eða jafnvel þeirra sem ekki eiga aðild að stéttarfélögum á sér enga stoð,“ segja samtökin og vísa þar til Sólveigar Önnu Jónsdóttur.

„Það er stjórnarskrárvarinn réttur einstaklinga að standa utan félaga og eiga þeir starfsmenn sem ekki eiga aðild að Eflingu að sinna sínum störfum eins og ekkert hafi í skorist.

Samtök atvinnulífsins minna á að stéttarfélögum og „verkfallsvörðum“ er óheimilt samkvæmt lögum að beita valdi við verkfallsvörslu eða hindra lögmæta starfsemi. Rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyrir hann undir Félagsdóm.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim