Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2015.

Alls bárust 226 gildar umsóknir í Rannsóknasjóðinn og hlutu 67 verkefni styrk eða 29,6% umsókna. Sótt var um 2.353.628 þúsund krónur en 724.264 þúsund krónur veittar, eða 30,8% umbeðinnar fjárhæðar.

Meðalfjárhæð umsókna var 10.414 þúsund krónur en meðalupphæð styrkja var 10.818 þúsund krónur. Hæstan styrk fær verkefnið „Fertilizer for air and water: From theory to experiments“, en hann nemur tæpum 42 milljónum króna.

Hægt er að sjá úthlutunarlistann hér .