Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Stokks, og tekur við af Andra Sigurðssyni, að því er fram kemur í tilkynningu. Raquelita er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Reykjavíkur, og hefur starfað hjá Stokki í þrjú ár, bæði sem gæða- og rekstrarstjóri.

Þá hefur Halldór Sigurðsson verið ráðinn tæknistjóri fyrirtækisins, en Halldór hefur starfað hjá Stokki í tæp fjögur ár, og er með B.Sc. í verkfræði frá Háskóla Reykjavíkur.

Stokkur sérhæfir sig í smáforritum, og hefur meðal annars hannað slík fyrir Dominos, Strætó, Alfreð, og Aur. Auk starfsstöðvarinnar í Reykjavík hefur félagið starfsstöð í Prag í Tékklandi.