RARIK ohf. hagnast um 882 milljónir á fyrri hluta ársins 2016. Þetta er ívið lægri hagnaður en á sama tíma í fyrra, en þá var hann 926 milljónir. Þetta kemur fram í fyrri árshlutareikning RARIK ohf. fyrir árið 2016.

Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK ohf. fyrir fjármagnsliði var 1,6 milljarður og hækkuðu rekstrartekjurnar um rúm 11,5% frá því í fyrra.

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 446 milljónir króna á tímabilinu, miðað við 548 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 2,5 milljörðum fyrir fyrri hluta ársins.

Heildareignir RARIK námu 61 milljarð í lok tímabilsins og heildarskuldir námu um 25 milljarða á sama tíma. Eigið fé RARIK í lok fyrri hluta árs voru tæpir 36 milljarðar.

Kemur fram í tilkynningu frá RARIK að horfur á rekstri á árinu 2016 séu góðar og að gert sé ráð fyrir að afkoma á seinni hluta árs verði í samræmi við það sem búist var við.