*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 17. febrúar 2019 20:02

Ratcliffe reynir að spara milljarða í skatta

Ríkasti maður Bretlands er sagður ætla að því spara sér millljarða punda í skatta eftir að hafa flutt lögheimili sitt til Mónakó.

Ritstjórn
Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands.

Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður vinna að því spara sér allt að fjóra millljarða punda í skatta, um 600 milljarða króna, eftir að hafa flutt lögheimili sitt til Mónakó.

Greint var frá því síðasta sumar að Ratcliffe hyggðist flytja lögheimilið til Mónakó. Það vakti nokkra athygli þar sem Radcliffe var áberandi stuðningsmaður útgöngu Breta úr ESB fyrir Brexit atkvæðagreiðsluna árið 2016. 

Ratcliffe ásamt tveimur lykilstarfsmönnum sínum er sagður reyna að finna leiðir til að lágmarka skattgreiðslur af efnarisanum Ineos. The Sunday Times greinir frá því að endurskoðunarfyrirtækið PwC hafi hótað að hætta endurskoðun Ineos vegna málsins.

Fyrirtækið er metið á um 35 milljarða punda, um 5.400 milljarða króna. The Guardian hefur eftir skattasérfræðingum að Ineos gæti reynt að spara sér skatta með arðgreiðslum til Mónakó þar sem skattheimtan er lág, reyna að koma á lánakerfi innan Ineos samstæðunnar eða þjónustugreiðslum til félaga í skattaskjólum sem dragi úr hagnaði félagsins á Bretlandi, þar sem skattprósentan sé hærri.

Höfuðstöðvar Ineos voru í Sviss á árunum 2010-2016 vegna deilu Ratcliffe við bresk skattayfirvöld. Ratcliffe á fjölda jarða á Austurlandi, til að mynda Grímsstaði á Fjöllum auk laxveiðijarða í Vopnafirði en auður Ratcliffe er metinn á um 21 milljarð punda, um 3.200 milljarða króna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim