Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 1,22% og stendur hún nú í 1.716,35 stigum. Velta dagsins á aðalmarkaði nam rúmum 1,53 milljörðum króna.

Icelandair lækkaði mest

Eina fyrirtækið sem hækkaði á mörkuðum dagsins var Tryggingamiðstöðin, en gengi bréfa fyrirtækisins hækkuðu um 0,72%, í mjög litlum viðskiptum eða sem nam 4,74 milljónum króna. Fæst hver hlutur í félaginu nú á 21 krónu.

Mest lækkuðu bréf Icelandair í verði, eða um 2,11%, í 487 milljón króna viðskiptum. Fæst hver hlutur í félaginu nú á 27,90 krónur. Næstmest lækkun var á bréfum í Marel, eða um 1,54% í 79 milljón króna viðskiptum og enduðu bréf félagsins á að kosta 256 krónur. Næstmest lækkuðu bréf Eimskipafélagsins eða um 0,92% í 327 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,1% í dag í 1,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 4,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 1,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 2,3 milljarða viðskiptum.