Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,80% í viðskiptum dagsins. Vísitalan endaði í 1.760,29 stigum. Heildarveltan á hlutabréfamarkaði nam 1.130 milljónum króna.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,10% og endaði í 1.228,21 stigi. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 6,6 milljörðum króna.

N1 eina félagið sem hækkaði

Eina félagið sem sá gengi bréfa sinna hækka í viðskiptum dagsins var N1, en bréf félagsins hækkuðu um 0,34% í 315 milljón króna viðskiptum.

Fæst nú hvert bréf félagsins á 88,30 krónur.

HB Grandi og Icelandair lækkuðu

Mest lækkaði gengi bréfa HB Granda, eða um 4,89% í 80 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 26,25 krónur.

Bréf í Icelandair lækkuðu um 1,15% í 298 milljón króna viðskiptum, og fæst nú hvert bréf félagsins á 25,80 krónur.

Bréf Vátryggingafélags Íslands hf. lækkuðu um 1,37% í mjög litlum viðskiptum, en þau námu 545 þúsund krónum og fæst hvert bréf félagsins nú á 8,62 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,7% í dag í 1,1 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,1% í dag í 5,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 5 milljarða viðskiptum.