Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,21% í dag en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 1,4 milljarði króna. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,01% og stendur því í 1.362,94 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu tæplega 1,8 milljarði króna.

Aðeins tvö félög hækkuðu í dag. Eik hækkaði um 0,20% í 48 milljóna króna viðskiptum en bréf félagsins stóðu í 10,04 krónum við lokun markaða og HB Grandi hækkaði um 0,15% 92 milljóna króna viðskiptum. Bréf útgerðarinnar stóðu í 33,20 krónum við lok dags. Önnur félög stóðu í stað eða lækkuðu.

Mest lækkun var á bréfum Icelandair en þau lækkuðu um 1,35 % í 140 milljón króna viðskiptum og stóðu í 14,60 krónum við lokun markaða. Þá lækkuðu bréf Tryggingamiðstöðvarinnar næst mest eða um 0,76% í en í 21 milljón króna viðskiptum. Bréf tryggingafélagsins stóðu í 32,75 krónum við lok dags.

Mest voru viðskipti með bréf Haga en þau námu tæpum 513 milljónum króna. Bréf félagsins stóðu þó í stað í dag og fást eftir sem áður á 35,60 krónur hvert.