Rauður dagur var í Kauphöllinni í dag en 15 félög lækkuðu í viðskiptum dagsins. Mest lækkun var á verði á hlutabréfum í Sýn en lækkunin nam 3,06% í 196 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var hjá Símanum en hún var um 2,86% í 189 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkuðu einnig TM, Origo og Eik um rétt rúm 2,0%

Aðeins þrjú félög hækkuðu í viðskiptum dagsins en það voru Icelandair, Marel og Heimavellir. Icelandair hækkaði mest eða um 1,92% í 136 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkaði Heimavellir eða um 0,91% í þó aðeins 7 milljóna króna viðskiptum. Marel hækkaði um 0,66% í 404 milljóna króna viðskiptum.

Heildarveltan á aðalmarkaði Kauphallarinnar var um 1,4 milljarðar króna en þar af var mest velta með bréf Marel eða um 449 milljónir króna. Hlutabréfavísitalan OMX Iceland 8 hækkaði um 0,03% í viðskiptum dagsins.