*

mánudagur, 19. nóvember 2018
Innlent 15. október 2018 16:28

Rauður dagur á markaði

Heildarvelta með hlutabréf í kauphöllinni nam 1 milljarði króna og úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heildarvelta hlutabréfaviðskipta á aðalmarkaði kauphallarinnar nam einum milljarði króna í dag, og úrvalsvísitalan OMXI8 lækkaði um 1,07%.

Gengi bréfa allra félaga lækkaði eða stóð í stað í dag nema eins, en bréf Sjóvár  hækkuðu um 0,49% í í 43 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa í Högum lækkaði mest eða um 1,66% í 41 milljóna króna viðskiptum. 

Mest viðskipti voru með bréf Arion Banka en gengi bréfa bankans lækkaði um 0,12% í 297 milljón króna viðskiptum. 

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq