Stéfán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningadeildar Arion banka segir í viðtali við Rúv að raungengi íslensku krónunnar hafi ekki verið hærra í 37 ár. Hann segir einnig að iðnfyrirtæki, sjávarútvegur og sprotafyrirtæki finni mest fyrir styrkingu krónunnar

Gengisvísitala íslensku krónunnar lækkað um 8,1% það sem af er ári og krónan því styrkst um 8,1% gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum Íslands. Stefán Broddi bendir á að ekki sé nóg að skoða nafngegni krónunnar heldur sé raungengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptalöndum Íslands sem skipti mestu máli.

Með því að skoða raungengi er horft á gengi gjaldmiðilsins og leiðrétt fyrir eða horft á hann í samhengi við verðlag eða laun.

Fjölgun ferðamanna helsta ástæðan

Stefán segir jafnframt að fjölgun í komu ferðamanna til Íslands sé helsta ástæða styrkingar krónunnar. Erfitt sé þó að segja til um hvenær sterk króna fari að koma það mikið niður á ferðaþjónustu og útflutningsgreinum að krónan fari að veikjast.

Hann nefnir jafnframt að erfitt sé að segja til um hvort að fjöldi þeirra ferðamanna sem komi til landsins í sumar muni leiða til áframhaldandi styrkingu krónunnar. Þá skipti einnig máli hvort innlendir fjárfestar muni auka fjárfestingar sínar erlendis og það hvort Seðlabankinn kaupi eða selur krónur.