Raungengi íslensku krónunnar miðað við verðlag lækkaði um 4,8% í júlí 2017. Vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags er 14,4% hærri en í sama mánuði árið áður að því er kemur fram í nýbirtum gögnum Seðlabanka Íslands.

Í júní hækkaði raungengi íslensku krónunnar hins vegar um 0,7% á mælikvarða hlutfallslegs verðlags og í maí hækkaði gengið einnig um 5,6%.