*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 18. maí 2017 12:00

Rautt fyrir hádegi

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,28% það sem af er degi. N1 og Iceland Air Group hafa hrist mest af sér.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,28% það sem af er degi en flest félög hafa lækkað eftir hækkanir gærdagsins. Aðeins eitt fyrirtæki hefur hækkað en það er Nýherji.

Mestar lækkanir hafa verið á gengi N1. Fyrirtækið hefur lækkað um 2,71% og það í 484 milljón króna viðskiptum. Icelandair hafa þá hrist af sér 2,61% í 210 milljón króna viðskiptum.

Skeljungur hefur einnig lækkað og það um 1,82% í 40 milljón króna viðskiptum.

Tryggingafélögin sem tóku hressilega hækkun í gær hafa þó varla hreyfst. TM og VÍS hafa haldist óbreytt það sem af er degi. Sjóvá hefur lækkað um 0,26% í aðeins 4 milljón króna viðskiptum.

Stikkorð: Kauphöll Markaðir Ísland
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim