Öll félög sem viðskipti hafa verið með í kauphöllinni í morgun, hafa lækkað í virði, og þó ekki séu mikil viðskipti að baki er nemur lækkunin allt upp í 3,76% hjá því fyrirtæki sem lækkað hefur mest, Reginn í 55 milljón króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,94% það sem af er viðskiptadegi og er hún núna komin niður í 1.590,09 stig.

Mest viðskipti hafa verið með bréf N1, eða fyrir 358 milljónir króna, en lækkunin nemur 2,79%, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun metur hagdeild landsbankans fyrirtækið töluvert meira virði.

Önnur félög sem hafa lækkað töluvert má nefna Haga, sem hafa lækkað um 3,26% í 191 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna komið niður í 23,05 krónur.

TM hefur lækkað um 3,44% í 45 milljón króna lækkun og er það komið niður í 29,50 krónur. Sjóvá hefur einnig lækkað um 3,43% í 131 milljón króna viðskiptum og er gengið komið niður í 15,50 krónur. Gengi bréfa Símans hefur lækkað um 3,33% í 159 milljón króna viðskiptum og er gengið komið niður í 3,48%.