Tekjur af sjónvarpsrétti og auglýsingasölu hafa stóraukist hjá stærstu fótboltaliðum heims. Fyrir vikið er samanlagt verðmæti 20 stærstu fótboltaliðanna nú 11% hærra en það var í fyrra og 84% hærra en fyrir fimm árum síðan. Sé litið framhjá gengisáhrifum vegna gengis bandaríkjadals gagnvart evru er þessi munur enn meiri, 34% hækkun frá því í fyrra og tvöföldun frá því fyrir fimm árum.

Real Madrid trónir á toppi listans, og er verðmæti liðsins áætlað 3,26 milljarðar bandaríkjadala. Tekjur þess voru 746 milljónir dala tímabilið 2013-2014 og var árið 2014 þriðja árið í röð sem það raðaði sér í efsta sæti.

Skammt á hæla Real Madrid er Barcelona, en heildarverðmæti þess er áætlað 3,16 milljarðar bandaríkjadala.

Í sætunum þar á eftir eru stóru ensku liðin, Chelsea, Manchester United, Manchester City og Liverpool.

Þetta kemur fram á nýjum lista Forbes yfir 20 verðmætustu fótboltaliðin.