Reiknistofa bankanna stóð fyrir málþingi á Hilton Reykjavík Nordica í samstarfi við breska ráðgjafarfyrirtækið Alvares and Marsal undir yfirskriftinni "Rectech" - Lausnin að flóknu regluverki?

Til umræðu á málþinginu var aukið flækjustig í starfsemi fjármálafyrirtækja sem byggist meðal annars á innleiðingu og þróun nýrra fjártæknilausna og nýrra laga. Svokölluð "RegTech" eða reglutækni fyrirtæki hafa sprottið upp á undanförnum árum sem sérhæfa sig í ráðgjöf á þessu sviði og aðstoða fjármálafyrirtæki að einfalda innleiðingu og samþættingu tilskipana inn í rekstur þeirra ásamt því að þróa tæknilausnir til að styðja við þessar breytingar.

Kevin How og Frank Heidelhoff ráðgjafar hjá, Alvares and Marsal, héldu framsögu og tóku jafnframt þátt í pallborðsumræðum í lok fundar ásamt Friðriki Þór Snorrasyni, forstjóra RB, Jóni Þór Sturlusyni, aðstoðarforstjóra FME og Riaan Dreyer, forstöðumanni hugbúnaðarþróunar hjá Arion banka, ræddur voru þær helstu breytingar sem framundan eru og hvernig íslensk fjármálafyrirtæki geta nýtt sér reglu lausnir í sinni starfsemi.

© BIG (VB MYND/BIG)

© BIG (VB MYND/BIG)

© BIG (VB MYND/BIG)

© BIG (VB MYND/BIG)

© BIG (VB MYND/BIG)